R. Allen Stanford var í dag dæmdur í fangelsi fyrir dómstól í Houston í Texasfylki í 110 ár fyrir Ponzi svikamyllu. Sveik hann 7 milljarða dala út úr viðskiptavinum sínum.

Stanford er sagður hafa blekkt yfir 30.000 fjárfesta frá 113 löndum. Í vefútgáfu The New York Times í dag segir að Stanford hafi barist við að halda aftur af tárunum þegar hann lýsti því yfir í dómssal að hann sæktist hvorki eftir vorkunn né fyrirgefningu. Hann héldi því enn af öllu hjarta fram að viðskipti hans hafi ekki verið svikamylla heldur hafi yfirvöld eyðilagt fyrirtækið. Stanford er 62 ára gamall.

Ponzi svikamylla virkar þannig að lofað er hárri ávöxtun, t.d. í verðbréfasjóði. Raunveruleg útgreiðsla er hins vegar á kostnað þeirra sem koma síðast inn í verðbréfasjóðinn. Heitir þessi svikaleið í höfuðið á Charles Ponzi sem notaðist mikið við aðferðina í kringum 1920.

Dómurinn er er 40 árum styttri dómur en Bernhard Madoff fékk fyrir skömmu. Dómurinn er 100 árum þyngri en lögmenn Stanford fóru fram á.

Sögur af falli Stanford hafa borist víða en fyrir aðeins þremur árum var hann þekktur fyrir yfirdrifinn lífsstíl og var auður hans metinn á tvo milljarði bandaríkjadala. Hann var sleginn til riddara í Atígva árið 2006 en þar voru höfuðstöðvar bankans. Þá átti safn af snekkjum og þotum og eignaðist jafnvel sitt eigið krikketlið. Í dagblöðum var honum meðal annars lýst sem frumkvöðli og leiðandi velgjörðarmanni Antígva.