Dagsbrún birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun, segir greiningardeild Landsbankans sem telur að afkoma félagsins verði lituð af innkomu breska prentfyrirtækisins Wyndeham og tölvufyrirtækisins Kögunar en þetta verður í fyrsta skipti sem félögin koma inn í samstæðuuppgjörið.

?Vegna þessa erum við að spá ríflega þreföldun á veltu milli fyrsta og annars ársfjórðungs þar sem við áætlum að veltan nemi 15,5 milljörðum króna. Við reiknum með tapi á öðrum ársfjórðungi að fjárhæð 60 milljónum króna en meginástæða þess má rekja til áætlaðs gengistaps," segir greiningardeildin.