Milljarðamæringurinn David Rockefeller er látinn 101 árs að aldri. David varð elsti eftirlifandi sinnar kynslóðar og var barnabarn meðstofnenda Standard Oil, John D. Rockefeller.

David Rockefeller stjórnaði bæði góðgerðarstarfsemi og viðskiptahlið fjölskylduauðs Rockefeller fjölskyldunnar.

Tveir af fimm bræðrum David Rockefellers voru stjórnmálamenn; Nelson Rockefeller var ríkisstjóri í New York og seinna varaforseti Bandaríkjanna. Winthorp Rockefeller var ríkisstjóri Arkansans.

David Rockefeller útskrifaðist frá Harvard árið 1936 og hlaut doktorsgráðu í hagfræði frá Chicago háskóla árið 1940. Hann þjónaði í bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni og hóf í kjölfarið störf hjá Chase Bank.

Rockefeller var þekktur listunnandi og var listasafn hans metið á um 500 milljónir dollara.