Dominos mun opna fyrsta pizzastaðinn í Osló í Noregi í ágúst. Að baki rekstrinum stendur Birgir Bieltvedt, sem rekur Dominos á Íslandi. Ætlunin er að opna 50 staði í Noregi, að því er fram kemur á norska fréttavefnum e24.no en þar er ítarlega fjallað um Dominos.

Norski reksturinn verður samblanda af hinu venjulega Dominos-konsepti og íslensku útgáfunni sem verður þá staðfærð að Noregi, segir Birgir í samtali við e24.

E24.no segir að Birgir reki Dominos í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi en eigi einnig réttinn á rekstri í Svíþjóð og Finnlandi.