Færri einkahlutafélög voru skráð í síðasta mánuði en í apríl fyrir ári síðan. Félögin voru 126 talsins og voru þau flest í heild- og smásöluverslum og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra voru einkahlutafélögin 145.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru jafn mörg félög stofnuð á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og í fyrra eða 586.

Á sama tíma og færri ný fyrirtæki litu dagsins ljós í mánuðinum fækkaði þeim fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í apríl. Sem fyrr voru fyrirtækin flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Til samanburðar voru 87 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í apríl í fyrra og nemur samdrátturinn á milli ára því 23%.