Fyrirtækið Dress Up Games­ ehf. hefur hagnast um ríflega hálfan milljarða króna síðastliðinn áratug. Dress Up Games rekur samnefnda leikjavefsíðu þar sem notendur geta klætt dúkkulísur upp í búninga auk fylgihluta. Samanlagðar arðgreiðslur fyrirtækis frá árinu 2009 nema um 350 milljónum króna.

Síðan er í eigu Ingu Maríu Guðmundsdóttur bókasafnsfræðings, sem búsett er á Ísafirði en hún er jafnframt eini starfsmaður fyrirtækisins.

Hagnaður fyrirtækisins hefur þó dregist saman undanfarin ár. Á árunum 2008 til 2010 nam samanlagður hagnaður um 300 milljónum króna. Árin 2012 til 2014 nam samanlagður hagnaður tæplega­ 128 milljónum króna. Hagnaðurinn nam svo 35 milljónum króna árið 2015 og 5,3 milljónum króna á síðasta ári.

Síðan var stofnuð árið 1998 en hóf framleiðslu á eigin leikjum árið 2006. Ári síðar var fyrirtækið Dress Up Games ehf. stofnað. Fyrirtækið fær greitt þegar notendur smella á auglýsingar frá Google sem má finna á heimasíðu Dress Up Games.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Umfjöllun um rekstur Símans sem aukið hefur hagnað sinn
  • Farið er ofan í saumana í rekstri N1 en hagnaður félagsins dróst saman
  • Deilur Vaðlaheiðarganga við tryggingafélög og verktaka
  • Tilkoma bandarískra hefða til Íslands við upphaf jólaverslunarinnar
  • Finnur Árnason forstjóri Haga ræðir um áhrif komu Costco á starfsemi fyrirtækisins
  • Kafað er ofan í mismunandi áherslur flokkanna í skattamálum og hve skýr stefna þeirra er
  • Tekinn er saman heildarkostnaður við fjárfestingarverkefni sem eru í burðarliðnum hjá ríkinu
  • Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir hverjar hann telur vera skýringuna á hækkunum Kjararáðs
  • Rætt er við sænskan hagfræðing um hvaða ógnir steðji að áframhaldandi framförum mannkyns
  • Rætt var um breytt landslag í séreignasparnaðarkerfinu á fundi Viðskiptablaðsins með Almenna lífeyrissjóðnum
  • Afstaða flokkanna til uppstokkunnar á fjármálakerfinu
  • Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA er í ítarlegu viðtali
  • Hreggnasi í Þistilfirði, veiðifélag sem hefur yfir að ráða tveimur fallegum laxveiðiám, er til umfjöllunar
  • Íslenskt líftæknifyrirtæki er nýkomið með vörur unnar úr þörungum á markað
  • Nýr fjárfestatengill Íslandsbanka er tekinn tali, en hann hefur starfað fyrir margar helstu alþjóðastofnanirnar
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um formann Viðreisnar
  • Óðinn skrifar um skýra valkosti í kosningunum á laugardag