K&F ehf. greiðir 480 milljónir fyrir 337 fermetra fokhelda þakíbúð í Austurhöfn við hlið Hörpu og kann íbúðin því að vera dýrasta íbúð sem seld hefur verið hér á landi. Viðskiptablaðið sagði frá kaupunum í síðustu viku áður en kaupverðið lá fyrir.

Fermetraverðið er ríflega 1,4 milljónir króna. Við það bætist svo kostnaður við að innrétta íbúðina en þar er gert er ráð fyrir sex herbergjum og fjórum baðherbergjum samkvæmt uppdrætti seljenda. Úr íbúðinni er mikilfenglegt útsýni yfir höfnina og út á haf en tvennar svalir við íbúðina.

Íbúðin sú næst stærsta af þeirri 71 lúxusbúð sem verið hafa í sölu í Austurhöfn. Ásett verð stærstu íbúðarinnar sem er 17 fermetrum stærri er hálfur milljarður króna. Báðar íbúðirnar eru seldar fokheldar.

K&F, er félag hjónanna Kesara Margrétar Jónsson, prófessors í grasa- og plöntuerfðafræði og Friðriks Ragnars Jónssonar, verkfræðings og forstjóra. Hjónin hafa verið með 318 fermetra einbýlishús við Öldugötu 16 til sölu hér á og á fasteignasölunni Sotheby's International Realty í Svíþjóð þar sem ásett verð er um 550 milljónir króna.