*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 22. maí 2019 18:20

EasyJet fækkar Íslandsferðum

Stjórnendur fyrirtæksins segja að megin ástæðan fyrir því sé vegna minni eftirspurnar sökum hás verðlags.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Flug­fé­lagið Ea­syJet hef­ur fækkað ferðum sín­um til Íslands. Túristi greinir fyrst frá. Stjórnendur fyrirtæksins segja að megin ástæðan fyrir því sé vegna minni eftirspurnar sökum hás verðlags. Brit­ish Airways og Wizz Air eru aft­ur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vet­ur.

Túristi seg­ir Ea­syJet hafa dregið úr flugi til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar þrátt fyr­ir brott­hvarf WOW af markaðnum og að fyr­ir­hugað sé að fé­lagið fækki ferðum enn frek­ar á næst­unni. Þannig muni áætl­un­ar­ferðum fé­lags­ins til Kefla­vík­ur fækka um 17% í janú­ar og um 10% í fe­brú­ar.

Mun­ar mestu um að fé­lagið ætl­ar ekki að fljúga hingað frá London Stan­sted, auk þess sem ekki er hægt að bóka neitt flug til Íslands í vet­ur með flug­fé­lag­inu frá Basel eða Genf. 

„Við höf­um dregið úr fram­boði vegna minnk­andi eft­ir­spurn­ar sem skrif­ast á hækk­andi verðlag á Íslandi,” hef­ur Túristi eft­ir Andy Cockburn, tals­manni  Ea­syJet.