Hagnaður Bakkavarar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta hækkaði um 208% á síðasta ári og nam 10,85 milljörðum króna, að því er fram kemur í ársskýrslu Bakkavör Group sem birt var í dag.

Hagnaður fyrir skatta nam rúmum 4,8 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri. Söluaukning nam 6,7% á árinu 2005.

Rekstrarhagnaður (EBIT, fyrir fjármagnsliði og skatta) var 8,4 milljarðar króna. Heildareignir í árslok námu tæpum 143 milljörðum króna og hagnaður á hlut nam 2 pensum, en árið áður 0,8 pensum.

Ávöxtun eigin fjár var 30%, miðað við 16,4% árið 2004.