Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi að beita efnahagslegum aðgerðum gegn ISIS, en ákvörðunin var samþykkt einróma.

Aðgerðirnar beinast að því að vinna gegn fjármögnun ISIS og að stöðva peningastreymi til samtakanna. ISIS var einnig bætt á lista yfir hættulegustu hryðjuverkasamtök heims, en það aðstoðar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að berjast gegn ISIS, frysta eigur þeirra og deila upplýsingum um stuðningshópa samtakanna.

Sérstök áhersla var lögð á mismunin í fjármögnun milli ISIS og annarra hryðjuverkahóp, s.s. Al Qaeda. Hefðbundin fjármögnun hryðjuverkahóp er lausnargjald vegna handsamaðra fanga og fjárstuðnings erlendis frá. ISIS fjármagnar hins vegar samtök sín aðallega  með sölu á olíu og skattlagningu innan þess landssvæðis þar sem það hefur hernumið. Þetta gerir aðildarríkjum SÞ erfiðara fyrir að berjast gegn samtökunum.