Tveir eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca,  Ramon Fonseca Mora and Jurgen Mossack, hafa verið handteknir í tengslum við ásakanir um spillingu og mútur auk þess að hafa verið sakaðir um peningaþvætti.

Málið tengist Odebrecht - stærsta verktakafyrirtæki Suður Ameríku, en stjórnendur þess hafa viðurkennt að hafa borgað yfir milljarð Bandaríkjadollara í mútugreiðslur með það að markmiði að verða sér út um samninga í 12 mismunandi löndum.

Í viðtali við fjölmiðla þar sem tilkynnt var um handtökuna lýsti dómsmálaráðherra Panama lögfræðistofunni sem glæpasamtökum sem hafa það að markmiði að fela eignir og peninga af vafasömum uppruna. Mönnunum tveimur verður haldið í fangelsi þar sem óttast er að þeir flýji úr landi.

Verjandi eigendanna hafa lýst sönnunargögnunum í málinu sem veikum.