Hagnaður útgerðarfélagsins Gjögur hf. á Grenivík nam 176 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 517 milljónir árið 2018. Andvirði selds afla dróst saman um 7,6% milli ára og var um 4,4 milljarðar.

Rekstrarkostnaður nam 3,9 milljörðum og lækkaði um ríflega hálfan milljarð frá fyrra ári. Þar af námu laun og annar starfsmannakostnaður rúmlega 1,7 milljörðum.

Eignir Gjögurs námu 13,5 milljörðum í árslok en þar af nam bókfært verð varanlegra fiskveiðiheimilda 9,1 milljarði. Eigið fé var 5,5 milljarðar, skuldir 9,6 milljarðar og eiginfjárhlutfall því 36,6% í síðasta árs. Félagið greiddi út 50 milljónir í arð á árinu 2019.

Ingi Jóhann Guðmundsson er framkvæmdastjóri og annar stærsti eigandi Gjögurs með ríflega fimmtung eignarhlutar líkt og systir hans Anna Guðmundsdóttur fjármálastjóri. Aðalheiður, Sigríður, Oddný, Björgólfur og Guðjón Jóhannsbörn eiga hver um 8,4% eignarhlut. Þar á eftir koma þeir Freyr, Þorbjörn og Marinó Njálssynir með tæplega 3,7% hlut hver.