Eignir heimilanna í heiminum jukust um yfir 14% upp í 152 trilljónir Bandaríkja dollara á síðasta ári, en helsti valdur þess var hækkun á verðbréfaverði.

Hæsti vöxtur var í Asíu, fyrir utan Japan, en hann nam um 31% eða 37 trilljónum dollara samkvæmt skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group.

Fjöldi milljónamæringa jókst einnig mikið. En skýrslan mælir reiðufé, "deposits, hlutabréf og assets sem heimili eiga. En viðskiptafyrirtæki, fasteignir og lúxusvörur eru ekki taldar með.

Í flestum löndum var aukning á eignum heimilanna að mestu leyti rakin til sterkari frammistöðu á hlutabréfamörkuðum sem hófst síðari hluta árs 2012. Einnig hafði tiltölulega stöðugt hagkerfi Evrópu og Bandaríkjanna auk ummerkja um endurreisn efnahagslíf innan sumra evrópskra landa eins og Írlands, Spánar og Portúgals til hækkunar á eignum heimilanna.

Hlutabréfaeignir jukust um 28% fyrir árið segir einnig í skýrslunni.

Hagkerfi Asíu hafa verið helstu drifkraftar hagvaxtar um allan heim síðastliðin ár. Í Kína, þar sem mesti hagvöxtur varð, hækkuðu eignir heimilanna um meira en 49% árið 2013. Talið er að auður á þessu svæði munu aukast meira og ná 61 trilljón bandaríkjadala fyrir árið 2018. Áætlað er að samkvæmt skýrslunni muni Asía taka yfir Vestur Evrópu sem annað ríkasta efnahagssvæði í heimi árið 2014 og taka yfir Norður Ameríku sem ríkasta efnahagssvæðið árið 2018.