Eik banki tapaði 32 milljónum danskra króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 282 milljón danskra króna hagnað á sama tíma fyrir ári.

Eiginfjárhlutfall bankans hækkar í 12% við lok tímabilsins en það var 11%  á sama tíma fyrir ári.

Lausafé bankans nemur 2,6 milljörðu danskra króna, samkvæmt uppgjörsgögnum.

Niðurfærsla bankans á markaðsvirði verðbréfa og erlendum gjaldeyrir var 205 milljónum danskra á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári var 86 milljónir danskra króna hagnaður af þessum hlið.

Afskriftarreikningur og afskriftir Eik banka voru 121 milljón danskra á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 12 milljónir danskra króna á sama tíma fyrir ári.

Í uppgjörsgögnum kemur fram að danska og færeyska hagkerfið sé enn sterkt, með lítið atvinnuleysi. Að því sögðu mun vöxtur næsta árs vera minni auk þess sem frekari óvissu gætir í rekstrinum.