Fjár­festar vestan­hafs voru einkar ásælnir í kaup­réttar­samninga í byrjun árs í kringum Rus­sel 2000 vísi­töluna sem samanstendur af litlum og meðal­stórum fyrir­tækjum.

Sam­kvæmt Ya­hoo Finance er um að ræða eina vin­sælustu stöðu­töku ársins er fjár­festar voru framan af ári einkar bjart­sýnir á vaxta­lækkanir í ár.

Nú hefur þó hægst veru­lega á val­réttar­samningum í kringum Rus­sel 2000 en vísi­talan hefur lækkað um 3% það sem af er ári sam­hliða því að S&P 500 hefur hækkað um 5% á árinu.

Lítil og meðal­stór fyrir­tæki eru mun háðari vaxta­breytingum en þau stærri en um 40% af skuldum þeirra er á breyti­legum vöxtum sam­kvæmt greiningar­deild Bank of America.

Þá eru flest minni fyrir­tæki með stærri hlut­fall af skamm­tíma­skuldum sem þarf oftar en ekki að endur­fjár­magna í há­vaxta­um­hverfi en til saman­burðar eru 75% af fyrir­tækjum í S&P 500 með einungis lang­tíma­skuldir á föstum vöxtum.

Fjár­festar og verð­bréfa­miðlarar voru því von­góðir á að lægri vextir myndu blása lífi í minni fyrir­tæki og þar með Rus­sel 2000 vísi­töluna.

„Við teljum að vísi­talan muni eiga erfitt upp­dráttar á næstu mánuðum og í raun alveg fram að því að verð­bólga fari að hjaðna og vextir byrja að lækka,“ segir Jill Car­ey Hall, fjár­festinga­ráð­gjafi hjá Bank of American við Ya­hoo Finance.

„Vísi­talan er miklu við­kvæmari fyrir stýri­vöxtum og með endur­fjár­mögnun fylgir á­hætta hjá minni fyrir­tækjum á meðan þau stærri eru með lang­tíma­skuldir á föstum vöxtum. Því lengur sem vextir haldast háir því meiri á­hætta er að þeir hafi á­hrif á hagnað minni fyrir­tækja“ bætir Hall við.