Ummæli Richards Portes um einhliða upptöku evru vöktu mikla athygli á Viðskiptaþingi í gær en fulltrúi Evrópusambandsins vildi fremur að Íslendingar notuðu framdyrnar. Staða íslensku krónunnar var í brennidepli á Viðskiptaþingi í gær og voru skiptar skoðanir um mögulega upptöku evru á Íslandi en það umræðuefni virtist liggja fundargestum mjög á hjarta.

Dr. Richard Portes, sem vann skýrslu fyrir Viðskiptaráð síðastliðið haust, sagði í erindi sínu að einhliða upptaka evru væri vel möguleg fyrir íslenska hagkerfið og í raun lauk hann máli sínu með því að mæla með því að sú leið yrði farin. Hann benti á að síðan 1945 hefðu 33 ríki farið þá leið að tengja sig myntsamstarfi eins og því sem nú er rætt um.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .