Minneapolis St. Paul alþjóðaflugvöllurinn er til sölu. Lögfræðingar fylkisins hafa að undanförnu kannaðhvernig best sé að standa að sölu á flugvellinum. Eitthvað þurfa stjórnvöld í fylkinu að gera til þess að grynnka á 5,5 milljarða dollara skuldum, eða sem nemur 638 milljörðum króna.

Verðmiði hefur ekki verið settur upp en talið er að hann sé ekki undir 2 milljörðum dollara. Flugvöllurinn er tíundi stærsti alþjóðaflugvöllur Bandaríkjanna, að teknu tilliti til fjölda farþega og flugumferðar.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um sölu á eignum ríkja Bandaríkjanna í Viðskiptablaðinu sem kom út 22. desember sl.