Hollendingurinn Arthur Reitsma segir fólk almennt á svipuðu reki og smábörn þegar kemur að fjármálum. Fólkið horfir ekki lengra en nef þess nær. Þetta segir hann arfleifð frá því að maðurinn gekk um jörðina með mammútum, en mannskepnan hafi lítið þróast síðan þá. Reitsma hefur búið til kennsluefni í fjármálum fyrir grunnskólabörn sem hefur slegið í gegn í Hollandi.

Reitsma hafði unnið hjá hinum hollenska Fortisbanka í 16 ár þegar hann hætti í kjölfar sameiningar bankans við ABN Amro árið 2009 og hóf störf hjá hollensku bankasamtökunum. Hans fyrsta verk þar var að raungera það sem aðeins hafði verið í orði frekar en á borði í mörg ár á undan; að vinna að því að bæta fjármálalæsi fólks á öllum aldri og þekkingu þess á fjármálum. Ekki seinna vænna: fjármálakreppanskall á fyrir að verða sex arum þegar fasteignamarkaðurinn hrundi beggja vegna Atlantsála og skuldakreppan fór sem eldur í sinu um um flest lönd.

Ítarlegt viðtal er við Reitsma í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .