Ekki hefur verið rætt um það hver verður næsti dómsmálaráðherra eða hvort stokkað verður upp í ríkisstjórninni í kjölfar þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra óskaði eftir því að málefni dómsmála verði flutt undir annan ráðherra á meðan lekamálið er til meðferðar fyrir dómstólum.

Í Fréttablaðinu í dag segir að Hanna Birna hafi gert grein fyrir sinni hlið á leka málinu á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir fullan stuðning við Hönnu Birnu í þingflokkinum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður flokksins og varaformaður þingflokksins, segir í samtali við blaðið Hönnu Birnu með fullan stuðning þingflokksins.