Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Nyhedsavisen, segir örlög blaðsins ekki áfellisdóm yfir viðskiptamódeli fríblaða. Gunnar Smári hætti störfum hjá blaðinu fyrir um ári síðan.

„Ég held að endalok Nyhedsavisen séu frekar til marks um efnahagsumhverfi dagsins í dag. Sama hvort um ræðir fríblöð eða áskriftarblöð, þá mun rekstur sem blæðir peningum í dag ekki ganga til lengdar í yfirstandandi árferði," segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

„Fríblað sem skilar hagnaði er eftir sem áður betri eign en áskriftarblað sem skilar tapi."