Starfsmönnum íslenskra banka og sparisjóða hefur einungis fækkað um rúman þriðjung frá því sem mest var í árslok 2007. Um síðustu áramót störfuðu 3.482 manns í íslenskum fjármálafyrirtækjum. Í árslok 2007 voru þeir um 5.300 og hefur því fækkað um rúmlega 1.800 frá því að góðærið náði hámarki.

Íbúafjöldi á bak við bankaútibú.
Íbúafjöldi á bak við bankaútibú.
© vb.is (vb.is)
Starfsmönnum fjármálafyrirtækja fækkaði um 157 milli áranna 2009 og 2010, eða um 4,3%. Þeim fækkaði um tæp 10% árið á undan, sem var miklu meiri fækkun en átti sér almennt stað á Norðurlöndunum. Starfsmenn banka og sparisjóða á Íslandi hafa ekki verið færri síðan árið 1998.

Þetta kemur fram í samanburðartölfræði sem Samtök fjármálafyrirtækja á Íslandi (SFF) taka saman og halda utan um. Vert er að taka fram að tölur frá hinum Norðurlöndunum eru frá árslokum 2009, en íslensku tölurnar sýna stöðuna hérlendis eins og hún var um síðustu áramót.

Þrisvar sinnum færri íbúar eru að baki hverjum bankastarfsmanni á Íslandi en í Svíþjóð. Ísland er með langfæsta íbúa á bak við hvern starfsmann og eina Norðurlandið sem er með færri