Meðalverðið sem Icelandair Group greiddi á hvert eldsneytistonn í fyrra var 713 dalir sem var verulega undir markaðsverði en félagið hafið varið sig gegn hækkuninni. Á kynningafundi Icelandair Group í morgun kom fram að ljóst væri að eldsneytiskostnaðurinn yrði umtalsvert hærri en í fyrra.

Félagið er þegar búið að verja um 55% af eldsneytiskaupum þessa árs en stjórnendur félagsins gáfu ekki nákvæmlega upp hvert það er en sögðu þá að það væri yfr 800 dalir á tonnið. Viðhaldskostnaður Icelandair Group jókst um nær 60% í fyrra í 5,1 milljarð króna, m.a. annars vegna fjölgunar véla, en í máli forstjóra félagsins, Björgólfs Jóhannssonar, kom fram að kostnaðurinn væri “óásættanlegur” og þegar hefði verið gripið til aðgerða til þess að ná honum niður, m.a. með auknu aðhaldi og eftirliti og sé þegar farið að skila árangri. Sætanýtingin  var heldur lakari hjá Icelandair í fyrra en árið 2006 en fram koma að nýtingin hefði farið batnandi á fjórða ársfjórðungi og breytingar í verðlagningu hefði skilað sér í meiri tekjum á hvern farþega.

Icelandair Group er með í pöntun fjórar Dreamliner-vélar, tvær verða afhentar á árin 210 og aðrar tvær 2012 og þá á félagið kauprétt að þeirri fimmtu. Fram kom að þær Dreamliner-vélarnar sem eru til afhendingar árið 2010 verði ekki teknar inn í rekstur félagsins; spurt var um hugsanlega dulin verðmæti sem fælust í þesum samningum svöruðu stjórnendur Iclendair Group að þau væru væntanlega “veruleg” en nefndu þó ekki ákveðnar tölur í því sambandi.