Elín Jónsdóttir, formaður stjórnar fasteignafélagsins Regins, býður sig ekki fram til áframhaldandi setu

Endanleg framboð í hennar stað liggja ekki fyrir.

Fram kemur í tillögum fyrir aðalfund Regins sem verður haldinn 8. apríl næstkomandi, að frestur til að skila inn framboði rennur út fimm dögum fyrir aðalfund eða fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi.

Í tillögunum segir ennfremur að þókunun formanns stjórnar Regins skuli verða tvöföld þóknun stjórnarmanna eða 500 þúsund krónur. Varamönnum skulu greiddar 125 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund, þó ekki hærra en 250 þúsund krónur fyrir hvern mánuð. Þóknun fyrir setu í undirnefndum stjórnar skal vera 50 þúsund krónur fyrir hvern setinn fund.