Hlutabréf í samskiptasíðunni Facebook lækkuðu um 3,83% í dag og hafa þau lækkað um 32% frá því félagið var skráð á markað. Nasdaq vísitalan hækkaði hins vegar um 0,66%.

Walter Price, sjóðstjóri hjá Huachen Chen, sem sérhæfir sig í tæknifyrirtækjum, sagði í dag í samtali við Wall Street Journal/MarketWatch að hlutabréf Facebook væru þess virði að skoða, ef verðið væri 20 dalir á hlut.

Price segir að markaðsverðmæti samskiptasíðunnar muni í fyrsta lagi fara aftur yfir 100 milljarða í dala eftir 3-4 ár.

Telja margir að ömurlegt gengi Facebook frá skráningu hafi eyðilagt tækifæri margra tækni- og sprotafyrirtækja til að sækja fjármagn með hlutafjárútboði og skráningu í kauphöll.