Er afnám verðtryggingar varhugaverð fyrir lántakendur og lífeyrissjóði?

Að þessu er spurt í dag á vef Landssamtaka lífeyrissjóða en þar er vitnað í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson vann fyrir Landssamök lífeyrissjóða (LL) á árinu 2004.

Þar komst Tryggvi að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar mundi skerða eftirlaun lífeyrissjóðanna í framtíðinni. Fram kemur að ef um mikinn óstöðugleika er að ræða í efnahagslífinu og tíð óvænt verðbólguskot sé líklegra að skuldunautar hagnist á því að verðtrygging sé afnumin en að þeir tapi aftur á móti ef stöðugleiki og jöfn verðbólga ríkja.

Þá er einnig vitnað til þess að ekki sé ljóst hvað kæmi í stað verðtryggingar sem grunnur að vöxtum á langtímalánum ef vísitölutenging yrði afnumin. Sjá nánar á vef LL.