Út frá tölum í Þjóðarpúlsi Capacent, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum flokkaðar niður eftir kjördæmum - sem síðan býður upp á möguleikann að reikna út fjölda þingmanna, er áhugavert að velta upp mögulegum pælingum um myndun ríkisstjórnar.

Núverandi ríkisstjórnarmeirihluti er kolfallinn skv. umræddum tölum þar sem stjórnarflokkanir fengju aðeins 21 þingmann.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað tveggja flokka ríkisstjórn með hvaða flokki sem er að Bjartri framtíð undanskildum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gætu myndað 33 manna meirihluta þrátt fyrir að vera með aðeins 46% samanlagt fylgi. Sterkasti tveggja flokka meirihlutinn yrði samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem gæfi flokkunum 37 þingmenn.

Ef mynda á ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa allir aðrir flokkar á þingi að mynda meirihluta. Þriggja flokka stjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar er ekki í boði þannig að leitast þyrfti til Samstöðu um samstarf.

Það er því óhætt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé skv. þessu í lykilstöðu ef gengið yrði til kosninga nú. Vinstri flokkarnir í samstarfi við Samstöðu og Bjarta framtíð ná aðeins 30 manns samanlagt en til að mynda meirihluta þarf 32 þingmenn sem kunnugt er.

Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinun. Þar er m.a. birt staða flokkanna í einstaka kjördæmum og fjöldi þingmanna ef gengið yrði til kosninga nú. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.