Nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum námu 126,8 milljörðum króna árið 2006, sem er aukning um 22,5 milljarða króna frá árinu 2005, að sögn greiningardeildar Kaupþings. ?Nettókaup fjárfesta í erlendum hlutabréfum á síðasta ári námu alls 126,8 milljarða króna sem er um 15 milljarðar króna aukning milli ára,? segir greiningardeildin.

Erlend verðbréfakaup innlendra fjárfesta hafa farið vaxandi á síðustu árum til að mynda hafa nettó verðbréfakaup um það bil tvöfaldast á síðustu tveimur árum sem er til marks um aukinn áhuga innlendra fyrirtækja og fjárfesta á erlendum hlutabréfum, segir greiningardeildin.

?Jafnframt hafa íslenskir lífeyrissjóðir á síðustu misserum byggt upp talsvert stórt eignasafn í erlendum verðbréfum. Inni í erlendum verðbréfakaupum er aðeins tekið mið af viðskiptum með minni en 10% eignarhlut í fyrirtæjum, ekki er því tekið mið af yfirtökum eða kaupum á ráðandi hlutum í fyrirtækjum.

Í lok september námu eignir innlendra aðila í erlendum verðbréfum alls 1.006 milljarðar króna sem er aukning um 310 milljarða króna frá ársbyrjun. Á sama tíma og innlendir aðilar hafa í auknum mæli fjárfest í erlendum verðbréfum þá hafa fjárfestingar erlendra aðila hér á landi jafnframt verið að aukast, en eignir erlendra aðila í innlendum markaðsverðbréfum í lok september námu alls 3.341 milljarð króna sem er um 950 milljarða króna aukning frá ársbyrjun,? segir greiningardeildin.