Á síðustu 2-3 vikum hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 28 milljarða. þessir fjármunir koma inn á gjaldeyrismarkaðinn þegar krónan er í styrkingarferli og mun án efa flæða út þegar krónan er í veikingu segir greiningardeild KB banka.

"Þannig verður ekki önnur ályktun dregin en þessi útgáfa muni víkka það bil sem krónan mun sveiflast á næstu tveimur árum," segir greiningardeildin í Efnahagsfregnum sínum.