Erlendir aðilar keyptu íslensk verðbréf fyrir 7,3 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2005, segir greiningardeild Íslandsbanka. Hlutabréfin voru flest skráð í Kauphöll Íslands, eða að verðmæti tæplega 4,8 milljarða króna.

Þetta er meiri kaup en mældust á öðrum ársfjórðungi 2005. Áhugi erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði virðist því hafa aukist. Erlendir aðilar seldu innlend hlutabréf á fyrri helmingi árs fyrir um 1,7 milljarða króna.

Í fyrra keyptu erlendir aðilar íslensk verðbréf fyrir 18,2 milljarða. Það er töluvert minna en árið 2004 þegar kaupin námu 33,1 milljarði króna.

Lækkunina er hægt útskýra með minni kaupum á hlutabréfum, en þau námu 5,8 milljörðum króna í fyrra. Kaupin námu 21,7 milljörðum króna árið 2004.

Íslensk eignarhaldsfélög sem eru skráð erlendis teljast einnig til erlendra aðila.