Krónan hefur haldið áfram að styrkjast lítillega í morgun og sem fyrr eru vangaveltur hvað valdi því.

Sérfræðingar á markaði benda á að tvöfalt gengi hefur verið við lýði um skeið en samkvæmt heimildum eru krónur í Evrópu að klárast og mun það gengi því fara nálægt íslenska genginu.

Einn sérfræðingur benti á að það voru töluverð krónu viðskipti desember en nánast engin fyrri hluta janúarmánaðar en glæddust síðan nokkuð í síðustu viku. Gengið í Reuters Dealing hefur verið í kring um EURISK 210 undanfarið en er skráð EURISK 217 í dag, sumsé nokkru veikari króna en á innlendum markaði. Hins vegar er ekki víst að það hafi verið nokkur viðskipti á þessu gengi, þótt einhverjir hafi sett inn tilboð.

Einnig benti einn sérfræðingur á að það er skilaskylda en ekki skiptiskylda og því safnast nú gjaldeyrir upp á reikningum Seðlabankans. Nú er í boði 0-1% vextir á slíkum reikningum en 19-20% vextir á reikningum í íslenskum krónum fyrir stærri viðskiptavini. Því hafa margir brugðið á það ráð að skipta og króna að því styrkjast áfram.

Þess má geta að flestir virðast gera ráð fyrir að vextir verði óbreyttir á fimmtudag, en tilefni til lækkunar eftir endurskoðun með AGS og lækkandi verðbólgu.