Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu annan daginn í röð en bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar þess að Bandaríski Seðlabankinn tilkynnti um í gær samræmdar aðgerðir seðlabanka allra G-10 ríkjanna um að auka lausafé í umferð á fjármálamörkuðum, að því er fram kemur í frétt Reuters, til að sporna gegn áhrifum lausafjárkreppunnar.

Aðgerðir seðlabankanna hafa dregið úr ótta fjárfesta en þetta leysir ekki vandamálið á markaði til langtímalitið, hefur Reuters eftir sérfræðingi á markaði.

Evrópska vísitalan FTSEurofirst 300 hækkaði um 1,2% í dag. Hún hefur hækkað um næstum tvö prósent í vikunni, það eru hlutabréf fjármálafyrirtækja sem hafa hækkað mest á tímabilinu, en þau hafa lækkað skarpt í kjölfar undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Vísitalan hefur lækkað um 15% það sem af er ári.

Breska vísitalan FTSE100 hækkaði um 1,5%, danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,7%, norska vísitalan OBX hækkaði um 0,4% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,7%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.