Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,6% og lauk í 366,53, olíufyrirtæki lækkuðu í kjölfar þess að olíufatið hélst í 55 Bandaríkjadölum í rafrænum viðskiptum. Franska fyrirtækið Total lækkaði um 1,3% og Royal Dutch Shell um 2,4%.

FTSE 100 vísitalan lækkaði um 1,1% og lauk í 6.222,10.


DAX Xetra 30 vísitalan lækkaði um 1,2% og lauk í 6593,03, en vísitalan lækkaði talsvert skömmu fyrir lokun markaðar.Volkswagen hækkaði um 2,5%. E.On lækkaði um 4,4% og RWE um 3,9% í kjölfar þess að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins tilkynnti að grípa ætti til aðgerða gegn einokun í orkugeiranum.

CAC-40 vísitalan lækkaði um 1% og lauk í 5.517,35.

OMXN40 lækkaði um 0,7% og lauk í 1196,72. Nokia lækkaði um 4,2% í kjölfar afkomuviðvörunar Motorola í gær. Ericsson stóð fréttinrnar að mestu af sér og lækkaði um 0,2%.

OBX vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 360,56. Statoil lækkaði um 1,1% og Norsk Hydro um 0,6%, í kjölfar þess að olíuverð hefur lækkað um nærri 10% í síðustu tveimur dögum.