Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið Facebook heimild til þess að kaupa WhatsApp. Greint er frá málinu á BBC News .

Evrópsk fjarskiptafyrirtæki höfðu áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna vaxandi ítaka bandarískra stórfyrirtækja á evrópskum markaði og mótmæltu kaupunum. Framkvæmdastjórnin segir hins vegar að Facebook og WhatsApp starfi ekki á sama markaði og séu ekki nánir keppinautar.

Facebook þarf að greiða 19 milljarða bandaríkjadali fyrir fyrirtækið, en það jafngildir um 2.300 milljörðum íslenkra króna.