„Stærsta fiskabúrið hjá okkur er 180 lítrar og kostar 117.500 krónur. Það er meira um að stofnanir séu að fá sér svona búr en venjuleg heimili,“ segir Úlfur Örn Ómarsson, starfsmaður í Dýraríkinu.

En hvað ætli stærsta fiskabúr landsins sé stórt?

„Það er 8000 lítrar og er á skrifstofum CCP. Þeir fluttu það inn sjálfir.“

Fiskarnir kosta líka sitt en dýrasti fiskur Dýraríkisins er sjávarfiskurinn Plain Angel: „Hann kostar 47 þúsund krónur. Hann er ekki vinsæll lengur, salan hefur snarminnkað eftir hrun. Sjávarfiskar eru alltaf dýrari, það er minna til af þeim og þú þarft að hafa rétt skilyrði til að þeir fjölgi sér en það getur verið mjög vandasamt,“ segir Úlfar.

Og hvað kostar þá ódýrasti fiskurinn?

„Hann kostar 439 krónur og heitir Kardínálatetra. Hann er mjög vinsæll, lítill, silfurlitaður, rauður og blár.“

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)