Englandsbanki þarf að öllum líkindum að fara með stýrivexti upp í 5,75% til þess að ná tökum á verðbólgu á Bretlandi og jafnframt eru líkur á því að þeir verði komnir upp í 6% fyrir lok þessa árs. Þetta er hald matsfyrirtækisins Standard & Poor?s.

Jean Michel Six, aðaðalhagfræðingur S&P í Evrópu, segir að þetta þýði 0,25% hækkanir í þessum mánuði og þeim næsta og jafnfram telur hann fjarlægan möguleiki á að Englandsbanki hækki um hálft prósentustig í næstu viku. Hann telur 40% líkur á að vextir verði komnir í 6% við lok þessa árs.