Fasteignaverð í Bretlandi hækkaði lítillega á fyrstu vikunum í febrúarmánuði, en fasteignaþjónustan Righmove greindi frá því að 0,9% hækkun síðan í janúar væri það minnsta sem mælst hefði í febrúar í fimm ár. Þetta er talið gefið til kynna að væntanlegir íbúðarkaupendur séu varfærnir í kjölfar þess að Englandsbanki ákvað að hækka stýrivexti sína óvænt í janúarmánuði.

Nýleg skoðanakönnun sýnir einnig að 78% aðspurðra íbúðarkaupenda búast við því að íbúðarverð muni hækka, en í desember voru 84% á því að íbúðarverð myndi hækka. Auk þess telja 85% að ef íbúðarverð fari lækkandi á næstunni verði það einkum vegna áframhaldandi stýrivaxtahækkana Englandsbanka.

Sérfræðingar telja að síðasta vaxtahækkun bankans hafi haft mikil áhrif á fasteignamarkaðinn og muni halda aftur af hækkunum á næstu mánuðum.