Seðlar
Seðlar
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Lánasjóði sveitarfélaga (LSS) virðist ekki hafa hugnast bróðurpartur þeirra tilboða sem bárust í útboði sjóðsins á bréfum í LSS24-skuldabréfaflokknum síðastliðinn föstudag og tók hann innan við 10% þeirra. Heildartilboð í útboðinu hljóðuðu upp á 710 milljónir króna og var krafa þeirra á bilinu 3,70% - 3,95%. LSS tók aðeins tilboðum að nafnvirði 55 milljónir. á 3,72% kröfu. LSS24-flokkurinn er nú 26,4 milljarðar að stærð.

Greining Íslandsbanka greinir frá þessu í Morgunkorni sínu í dag og segir að útboðið breyti nánast engu um útgáfuþörf það sem eftir lifi árs, en LSS lánar eingögnu það sem sem sjóðurinn hefur aflað. Hann mun væntanlega lána minna en ella frekar en að sætta sig við hærri kröfu, ef þau kjör sem bjóðast í komandi útboðum verða honum ekki að skapi, segir í Morgunkorni.