*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 19. nóvember 2013 10:48

Flestir telja 10.000 króna seðilinn óþarfan

66,5% svarenda telja nýjan 10.000 króna seðil ekki skipta neinu máli samkvæmt viðhorfskönnun Capacent.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

Niðurstöður viðhorfskönnunar Capacent sýna að 66,5% svarenda telja nýjan 10.000 króna seðil ekki skipta neinu máli og 25,6% segja hann skipta litlu máli. 6,1% svarenda segja hann skipta nokkru máli og 1,8% segja hann skipta miklu máli. Þetta kom fram á fundi Landsbankans í morgun þar sem fjallað var um framtíð reiðufjár. Ása Karín Hólm frá Capacent kynnti niðurstöðurnar. 

Ása sagði á fundinum að konur væru mun hlynntari því að nota reiðufé en karlar. Niðurstöðurnar sýndu þó að notkun á reiðufé hefur minnkað mikið og mun halda áfram að minnka. 

Kjetil Staalesen, sérfræðingur hjá samtökum norskra fjármálafyrirtækja, sagði á fundinum að fólk ætti enn eftir að átta sig á því hversu litlu máli reiðufé skipti. Hann segir að áfram muni draga úr notkun þess. Hann hefur áður lagt til að stærsti peningaseðillinn verði tekinn úr notkun og að sérstakt gjald verði lagt á notkun á reiðufé.