*

sunnudagur, 5. apríl 2020
Innlent 28. nóvember 2019 14:00

Fengu hvatningarverðlaun jafnréttismála

Landsvirkjun hlaut hvatningarverðlaunin í sjötta sinn sem þau eru veitt. Fyrir fyrirtæki sem hafa jafnrétti að leiðarljósi.

Ritstjórn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.

Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í gærmorgun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Hér má sjáfulltrúa allra bakhjarla verkefnisins. Frá vinstri:

  • Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi,
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra,
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
  • Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar,
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands,
  • Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð.