Lapo Elkann, barnabarn Gianni Agnelli, á yfir höfði sér ákæru vegna þess að hann sviðsetti sitt eigið mannrán í New York borg. Reuters greinir frá. Agnelli fjölskyldunni er talin vera „Kennedy-fjölskylda Ítalíu.“

Erfinginn er sagður hafa sviðsett mannránið vegna þess að hann átti lítið af peningum eftir að hafa staðið í partýstandi sem einkenndist af eiturlyfjanotkun. Elkmann á yfir höfði sér kæru vegna athæfisins. Hann var tekinn í varðhald síðastliðinn sunnudag.

Samkvæmt frásögn lögregluyfirvalda New York borgar, hafði Elkann komist í kynni við mann í gegnum fylgdarmannavefsíðu og í kjölfarið hafið harða eiturlyfjaneyslu. Elkann var nær dauða en lífi eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum árið 2005.

Bróðir Lapo, John Elkann, er stjórnarformaður Fiat Chrysler og erfingi fyrirtækisins. John er hógværari en bróðir sinn. Lapo Elkann vinnur ekki lengur fyrir Fiat, en hann starfaði áður fyrir markaðsdeild fyrirtækisins. Hann situr þó enn í stjórn Ferrari.