LOGOS lögmannsþjónusta hefur bætt við sig fimm löglærðum fulltrúum. Fulltrúarnir eru ráðnir til að sinna lögfræðilegum verkefnum hjá stofunni.

Arnar Sveinn Harðarson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2018 samhliða námi. Arnar Sveinn útskrifaðist með LL.M. gráðu í International and European Business Law frá KU Leuven í Belgíu árið 2019 og með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2020. Maki Arnars Sveins er Harpa Þrastardóttir, verkfræðingur.

Sigfríð Elín Þorvaldsdóttir hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2018 samhliða námi. Hún útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2020 en sótti einnig skiptinám til Hollands. Áður starfaði Sigfríð hjá Lögmannsstofunni Tort, Sjúkratryggingum Íslands og hjá bráðamóttöku Landspítala.

Marta Jónsdóttir hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í september 2020. Hún útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2019 en sótti einnig skiptinám í Japan við Nagoya University. Marta starfaði áður á lögfræði- og framkvæmdasviði Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og hjá PricewaterhouseCoopers (PwC) á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Maki Mörtu er Elvar Austri Þorsteinsson, meistaranemi í lögfræði.

Elva Þóra Arnardóttir hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS sl. sumar en starfaði áður sem laganemi hjá LOGOS frá árinu 2019 samhliða námi. Hún útskrifaðist með MA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands sumarið 2020 en sótti einnig skiptinám til Danmerkur. Áður starfaði Elva Þóra hjá Íslandsbanka og á Barnaspítala Hringsins.

Hjalti Jón Guðmundsson hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í desember 2020. Hann útskrifaðist með ML gráðu frá HR sumarið 2020 en sótti einnig skiptinám til Frakklands. Samhliða meistaranámi starfaði Hjalti sem laganemi og síðar fulltrúi á lögmannsstofunni Drangi lögmenn. Maki Hjalta er Karen Björg Þorsteinsdóttir, uppistandari.