Breska stórblaðið, Financial Times, fjallar um umrót á íslenskum fjármálamarkaði og stöðu landsins, í ritstjórnargrein í dag. Þar bendir blaðið meðal annars á að margt minni á stöðuna í Suður Kóreu árið 1997, en það sem sé ólíkt sé að íslensku bönkunum sé vel stjórnað, þeir séu ágætlega fjármagnanir og lúti opinberu eftirliti.

FT bendir á að íslensku bankarnir eigi að geta staðið af sér verulegar sveiflur á gjaldeyrismarkaði og sveiflur á eignaverði. Þá sé íslenska hagkerfið sveigjanlegt og gengi krónunnar sé fljótandi.