Guðfinnur Sölvi Karlsson, löngum þekktur sem Finni, hefur sett fjóra veitingastaði sína í sölu ásamt skyndibitabíl. Á meðal veitingastaðanna eru Prikið, sem er eitt af elstu kaffihúsum borgarinnar, Frú Berglaug við Laugaveg, Gamli Gaukurinn sem á árum áður hýsti skemmtistaðinn Gauk á Stöng og hamborgarabíllinn Rokk Inn.

Netmiðillinn Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Finna að ástæðan fyrir því að hann vilji selja staðina sé sú að hann vilji breyta til og halda sér ferskum. Þá segir hann fjölskylduhagi sína hafi breyst á þeim áratug sem liðinn er frá því hann eignaðist Prikið en það var fyrsti staðurinn.

Veitingastaðirnir eru auglýstir til sölu í fjölmiðlum í dag og segir Finni að hann hafi þegar fundið fyrir miklum áhuga. Hann vill hins vegar ekkert segja til um verðmiðann á stöðunum.