„Við höfum engar áhyggjur. Við munum einbeita okkur að því eins og við höfum gert, að sinna okkar viðskiptavinum,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um endurkomuna sem Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, í smásölugeirann.

Fram kom í Viðskiptablaðinu í dag að Jóhannes hyggist opna matvöruverslanir í samstarfi við Malcolm Walker, eiganda bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods, hér á landi. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að fyrsta búðin, sem verður undir merkjum Iceland, verði opnuð á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

„Við höfum alltaf haldið því fram að þessi markaður sé opinn og auðvelt að koma inn á hann,“ segir Finnur.