Jim Flaherty, fjármálaráðherra Kanada, ætlar að hætta. Þetta tilkynnti hann í gær. Flaherty, sem er 64, hefur verið fjármálaráðherra síðastliðin átta ár. Hann ætlar nú að hefja störf í einkageiranum.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) greinir frá málinu í dag, bendir á að orðrómur hafi verið á kreiki um nokkurt skeið að Flaherty ætli sér að hætta í pólitík.

Ekki kemur fram í umfjöllun BBC hvað Flaherty er að fara að taka sér fyrir hendur. Hins vegar er lögð áhersla á að síðan hann tók við embættinu árið 2006 hafi honum tekist að sigla Kanada í gegnum kreppuna og skili af sér góðu búi.