Fjármálaráðherra hefur sett Guðmund Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu frá 11. júní til 31. desember 2009.

Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins í dag.

Guðmundur er með háskólapróf í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum. Hann var skipaður deildarstjóri í forsætisráðuneyti í ársbyrjun 1992 og skrifstofustjóri í sama ráðuneyti frá ársbyrjun 1996.

Guðmundur var settur ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti í september 2002 og skipaður ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í mars 2003. Menntamálaráðherra hefur veitt Guðmundi leyfi frá störfum á meðan hann gegnir starfi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.