Norska fyrirtækjasamsteypan Orkla Group greindi frá því á föstudaginn að stjórn félagins hefur ákveðið að selja fjölmiðlaeiningu félagsins, í heild sinni eða að hluta til.

Dagsbrún hefur gefið til kynna að félagið hafi áhuga á fjölmiðlaeiningunni, sem meðal annars gefur út danska dagblaðið Berlinske Tidende. Einnig er búist við að norræn fjölmiðlafyrirtæki hafi áhuga á að kaupa Orkla Media, ásamt alþjóðlegum fjárfestingasjóðum.

Danskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í vikunni að Dagsbrún ætli sér að hefja útgáfu fríblaðs í Danmörku að fyrirmynd Fréttablaðsins. Stjórnendur Dagsbrúnar hafa ekki staðfest fréttirnar.

Fjórðungsuppgjör Orkla Media verður birt á mánudaginn.