Gistinætur á hótelum landsins fjölgaði um rúm 33% á milli ára í janúar, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Gistinætur fór úr 53.600 í janúar í fyrra í 71.600 á þessu ári. Erlendir ferðamenn voru í miklum meirihluta þeirra sem gistu á hótelum landsins í mánuðinum. Þeir voru 81% gestanna og fjölgaði gistinóttum þeirra um 37% á milli ára. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 21%.

Mesta aukning gistinátta var á Norðurlandi, 52%. Gistinæturnar voru 2.300. Til samanburðar fjölgaði gistinóttum um 21% á Suðurlandi. Nokkur munur er á milli fjórðunga en gistinæturnar voru 2.300 á Norðurlandi en 4.700 á Suðurlandi. Gistinætur á hótelum á Austurlandi voru um 800 í janúar og er það svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra.

Þá voru gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru 59.500 í janúar og er það 34% aukning á milli ára. Á Austurlandi voru gistinætur á hótelum í janúar svipaðar á milli ára eða um 800.