Leiðtogar evruríkjanna munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til koma evrunni í var undan þeim hremmingum sem að henni steðja.

Þetta er mat lesenda breska vikuritsins Economist. Á netútgáfu tímaritisins er könnun þar sem netverjar geta lýst skoðun sinni á því hvort þeir telji evruna komast óskaddaða í gegnum árið.

Kosningin hófst á annan í jólum og stendur enn yfir.

Nú hefur 18.821 lesandi tekið þátt í kosningunni. Þar af telja 64% netverja að evran hafi það af. Afgangurinn, 36%, eru hins vegar á öndverðri skoðun.

Könnun Economist