Flugmenn samþykktu breyttan kjarasamning við Icelandair með yfirgnæfandi meirihluta en rafrænni kosningu lauk klukkan fjögur í dag. Þátttakan var 96% en 96.22% þeirra sem svöruðu greiddu með samningnum og telst hann því samþykktur. 2.6% kusu gegn honum og 1.18% skiluðu auðu atkvæði.

„Það er mikil ánægja að sjá samstöðu okkar fólks á þessum erfiðu tímum. Icelandair er og verður mikilvægur hluti af efnahagslífi Íslands og hryggjarstykkið í öflugri viðspyrnu í kjölfar faraldursins sem lamað hefur flugsamgöngur undanfarna mánuði,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna í tilkynningu félagsins.

Sjá einnig: Icelandair semur við flugmenn

Hluthafafundur Icelandair er nýlokinn en á honum var samþykkt tillaga stjórnar flugfélagsins um hlutafjáraukningu sem nemur 30 milljarða króna .